Naestifundur
Næsti fundur
skraningafundinn
n8verd14

___________________

skraningapostlista

___________________

_____________________

 


 

 
  Umræður um aukinn kvíða og svefnleysi barna og unglinga hefur leitt hugann að aukinni notkun farsíma og samfélagsmiðla.  Á þessum síðasta fundi Náum áttum á árinu var fjallað um netnokun barna og unglinga í snjalltækjum og hvernig best sé að bregðast við þeim vanda sem við blasir í nýjum könnunum meðal skólabarna.  Erindi fundarins komu frá fjórum aðilum; Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur fjallaði um samfélagsmiðla og unglinga, Herdís Kristjánsdóttir Linnet frá ungmennaráði Barnaheilla fjallaði um "lífið á netinu", Bergþóra Þórhallsdóttir, deildastjóri í Kópavogsskóla fjallaði um viðmið sem gefin hafa verið út um tölvunotkun barna og Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fjallaði um snjalltæki og úrræði fyrir foreldra og skóla til að stjórna netnotkun barna sinna.  

Upptökur af erindum eru á vimeo síðunni:
meiraÞessi fundur Náum áttum var undirbúinn í samstarfi við Foreldrahús /Vímulausa æsku en þessi grónu foreldra- og forvarnasamtök héldu um þessar mundir upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Fundarefni Náum áttum fundarins á Grand Hóteli tengdist þannig málefnum foreldra í vanda sérstaklega.  Erindin fluttu Una María Óskarsdóttir, lýðheilsufræðingur sem fjallaði um ný samþykkta stefnumörkun í lýðheilsumálum með áherslu á þátt foreldra í þeirri stefnu, Guðrún Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi fjallaði um mikilvægi starfs í foreldrahópum, tveir foreldrar sögðu sögu sína á fundinum og að lokum flutti Sigríður Birna Valsdóttir, leiklistar- og meðferðarfræðingur erindi um hinsegin börn og unglinga og hvernig fræðsla getur eytt fordómum. Fundarstjóri var Guðni R Björnsson, framkvæmdastjóri Foreldrahúss. Hér er auglýsing fundarins í PDF. Fundurinn var sæmilega sóttur en þennan sama dag, 26. október, var OPIÐ HÚS í Foreldrahúsi Suðurlandsbraut 50 í tilefni tímamótanna, þangað var fundarmönnum einnig boðið.

Hér má sjá upptökur af erindum Unu Maríu og Siggu Birnu.
Una María Óskarsdóttir;  Ný samþykkt stefna í lýðheilsumálum - foreldrastarf  fyrri hluti
Una María Óskarsdóttir, seinni hluti
Guðrún Ágústsdóttir; starf í foreldrahópum
og Sigríður Birna Valdsdóttir; Hinsegin börn og unglingar
 

meiraÁ þessum fyrsta fundi Náum áttum var fjallað um rafrettur og munntóbak og spurt hvort þetta sé nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning.  Framsöguerindin komu frá Láru G Sigurðardóttur lækni og fræðslustjóra Krabbameinsfélags Íslands, Viðari Jenssyni verkefnastjóra tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis og Guðmundi Karli Snæbjörnssyni lækni. Að venju var morgunverðarfundurinn haldinn á Grand Hóteli en uppselt var að þessu sinni og komust færri að en vildu (PDF augl.).
Hér eru umfjallanir um fundinn sem birtust á mbl.is daginn eftir en einnig birtust fréttagreinar í prentmiðlum fyrir og eftir fundinn.

Greinar á mbl.is
Munntóbak
Rafsígarettur

meira
Á þessum Náum áttum fundi var fjallað um ungmenni í framhaldsskóla, viðhorf þeirra og lífsstíl. Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent kynnti niðurstöður úr nýlegri könnun meðal foreldra ólögráða ungmenna í framhaldsskólum,  Páll Ólafsson sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu fjallaði um samskipti unglinga og foreldra þeirra og Olga Lísa skólameistari FS fjallaði um hlutverk framhaldsskóla í forvörnum.  Fundurinn var vel sóttur og var haldinn á Grand Hóteli 27. apríl sl kl. 8.15 - 10.00.  Sjá auglýsing.

Erindin - upptökur:
Anna Sigríður Ólafsdóttir: Samverustundir og viðhorf til áhættuhegðunar
Páll Ólafsson:  Ábyrgð foreldra - af hverju?
Olga Lísa Garðarsdóttir:  Hlutverk framhaldsskóla í forvörnum
meira
Picture 5

Náum áttum fundur 16. mars 2016 fjallaði um barnavernd og forvarnavinnu í leikskólum og hvernig leikskólar hafa tækifæri til að leiðbeina börnum og foreldrum m.a. gegn einelti.  Fyrirlesarar voru Linda Hrönn Þórisdóttir, leikskólastjóri á Kópahvoli, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, Rakel Ýr Ísaksen, leikskólakennari á Álfaheiði og Jenný Ingudóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.  Fundarstjóri var Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og fundurinn að venju á Grand Hótel (sjá auglýsing).

Upptökur af erindunum má sjá hér:
Sólveig Karlsdóttir: Kynning
Linda Hrönn Þórisdóttir: Barnavernd í leikskólum
Jenný Ingudóttir: Heilsueflandi leikskóli
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Rakel Ýr Ísaksen: Vinátta - forvarnir gegn einelti í leikskólum
 

meira

 Á fundi Náum áttum um alþjóðastefnu í vímuvörnum voru haldin nokkur erindi (sjá auglýsing).  Hér eru upptökur af þeim:


Aðalsteinn Gunnarsson

Rödd unga fóllksins

Kristina Sprekova
 

meira
Náum áttum samstarfshópurinn var með fyrsta fund ársins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 8:15 - 10:00. Að þessu sinni var umfjöllunarefnið "Er geðheilbrigði forréttindi?" þar sem fjallað var um áhrif umönnunar fyrsta 1001 dag í lífi hvers barns á lífsgæði og geðheilsu ævina á enda. Frummælendur voru þau Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor við Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu.

Sjá upptökur:
Anna María Jónadóttir, geðlæknir:  Hvernig er hægt að auka jöfnuð barna þegar kemur að geðheilsu og velferð?

Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi:  Fögnum breytingum og styðjum hvert annað
dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Háskóla Íslands:  Foreldraheilbrigði - mennska og menning samfélags


 
 
meira