Naestifundur
Naesti_fundur17
skraningafundinn
n8verd14

___________________

skraningapostlista

___________________

_____________________

 


 

Næsti fundur N8 er um Metoo umræðuna í ljósi öryggis barna og ungmenna sem þátttakendur í tómstunda-, íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sjá auglýsingu hér.
Skráningar hér á síðunni.

meira

Á morgunverðarfund Náum áttum þann 21. febrúar sl var vel mætt þrátt fyrir stormveðurspá í Reykjavík. Flutt eftirfarandi framsöguerindi:  Hvað er femínísk kynfræðsla?, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari, Ofbeldi í unglingasamböndum - birtingarmyndir og afleiðingar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum og Þóra Björt Sveinsdóttir, ráðgjafi á Stígamótum.  Breytt viðhorf, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir.  Eruð þið sjúklega ástfangin eða „sjúk“lega ástfangin? - Um #sjúkást, Heiðrún Fivelstad og Steinunn Ólína Hafliðadóttir, verkefnastýrur á Stígamótum.  Markviss fræðsla í 1.-10. bekk – Tilraunaverkefni í kynfræðslu og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar (auglýsing).
meira


Síðasti morgunverðarfundur ársins var haldinn miðvikudaginn 15. nóvember nk. á Grand hótel kl. 08.15 - 10.00.  Að þessu sinni var haldið áfram þar sem frá var horfið í síðasta mánuði og fjallað um viðkvæma hópa í samfélaginu.  Erindin komu frá þeim Margréti Lilju Guðmundsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík og fjallaði hún um rannsóknir á líðan og högum ungmenna utan skóla, Sólveigu Þrúði Þorvaldsdóttur frá Fjölsmiðjunni og fjallaði um nemendur Fjölsmiðjunnar og Jódísi Káradóttur frá Námsflokkum Reykjavíkur sem fjallaði um ungmenni sem sækja Námsflokka Reykjavíkur (auglýsing PDF).  Fundarstjóri var Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi og var fundurinn opinn öllum áhugasömum.

UPPTÖKUR af erindum:

Hagir og líðan ungmenna utan skóla  HÉR
Margrét Guðmundsdóttir, kennari á íþróttasviði HR hjá Rannsóknum og greiningu

Krakkarnir okkar í Fjölsmiðjunni  HÉR
Sólveig Þrúður Þorvaldsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Fjölsmiðunni

Svona gerum við í Námsflokkunum   HÉR
Jódís Káradóttir, náms- og starfsráðgjafi, umsjónarmaður 
ungmennaverkefna hjá Námsflokkkum Reykjavíkur

RUV morgunútvarp 17. nóvember
meira


Fyrsti fundur vetrarins fjallaði um viðkvæma hópa í samfélaginu og hvernig unnið er með þann vanda, stöðu þeirra og úrræði sem í boði eru.  Fyrirlesarar voru þau Auður Erla Gunnarsdóttir, sálfræðingur Heilsugæslunni Hvammi, Hrefna Þórðardóttir sjúkraþjálfari frá Janusi - endurhæfingu og Funi Sigurðsson sálfræðingur á Stuðlum. Fundarstjóri var Rafn M Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
Auglýsing PDF


Fyrirlestrar UPPTÖKUR:
Auður Erla Gunnarsdóttir, sálfræðingur Heilsugæslunni Hvammi SKOÐA UPPTÖKU
Funi Sigurðsson, sálfræðingur hjá Stuðlum  SKOÐA UPPTÖKU
Hrefna Þórðardóttir, sjúkraþjálfari hjá Janusi - endurhæfingu  SKOÐA UPPTÖKU

meira

 

Yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum var að þessu sinni Hvernig líður börnum í íþróttum?  Flutt voru nokkur erindi: Líðan barna í íþróttum sem Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu flutti, Samfélagslegt hlutverk íþrótta sem Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekssviðs Borgarholtsskóla flutti og Sýnum karakter – markmið og áherslur
sem þær Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ fluttu. SJÁ AUGLÝSING
„Sýnum karakter“ er átaksverkefni íþróttahreyfingarinnar um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum.
Fundarstjóri verður Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri íþrótta- æskulýðs- og menningarmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

UPPTÖKUR AF ERINDUM:
OPNUN: Karitas H. Gunnarsdóttir, fundarstjóri
LÍÐAN BARNA Í ÍÞRÓTTUM, rannsóknir: Margrét Guðmundsdóttir
HLUTVERK ÍÞRÓTTA: Sveinn Þorgeirsson
SÝNUM KARAKTER:  Sabína og Ragnhildur

meira

 

 Á morgunverðarfundi Náum áttum 5. apríl var fjallað um Rödd unga fólksins, hvað segja ungmenni (ungmennaráð) um lög og hlutverk ungmenna við lagasetningu og að koma sínum skoðunum á framfæri. Hvernig ungmenni upplifa framkvæmd Barnasáttmálans í raun, hvernig koma þau skoðunum sínum á framfæri, er hlutstað og hvað eru þau að gera (áhugaverð verkefni).  Erindin voru öll flutt af ungu fólki úr ungmennaráðum: Þátttaka barna skiptir máli sem Þórdís Helga Ríkharsdóttir frá ráðgjafahópi Umboðsmanns barna flutti, Tengsl normsins og valdsins sem Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Linnet og Katrín Guðnadóttir frá ungmennaráði Barnaheilla Save the Children á Íslandi fluttu saman en í stað fyrirlesturs Aðalbjarnar Jóhannssonar frá ungmennaráði UMFÍ, sem forfallaðist, flutti Sabína Steinunn Halldórsdóttir erindi um störf og niðurstöður úr starfi ungmennaráðs UMFÍ.  Fundarstjóri var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður og talsmaður barna á Alþingi. Sjá auglýsing PDF.

 

UPPTÖKUR:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Þórdís, Herdís, Ingibjörg og Katrín
Sabína Halldórsdóttir
Umræður

 


 

 


kk

 


 

 

 

meira

 

 Á morgunverðarfundi N8 þann 8. mars sl. var m.a. fjallað um nýjustu rannsóknir sem sýna aukna einmanakennd meðal íslenskra ungmenna.  Erindin fluttu þau Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, Bóas Valdórsson, sálfræðingur í MH og Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.  Fundarstjóri var Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og fundurinn var vel sóttur.  Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. AUGLÝSINGIN.

Upptökur:

Ingibjörg Eva Þórisdóttir  
sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík

 

Bóas Valdórsson  
sálfræðingur.  Sérfræðiþjónusta í framhaldsskólum

 


SIgrún Daníelsdóttir  
sálfræðingur.  Hvernig líður ungum Íslendingum? Staðan eftir 18 ára aldur?

 Greinar á mbl.is
Bóas Valdórsson  Ung fólk sýnir streitueinkenni
Sjálfsskaði stúlkna hefur aukist
Sigrún Daníelsdóttir  Yngri eru frekar einmana


 

meira